Leyndarmál Angelina Jolie og Brad Pitt

Heimildarmynd um Angelina og Brad er í bígerð og mun hún bera nafnið Broken: The Incredible Story of Brad and Angelina. Þar mun hulunni vera svipt af nokkrum leyndarmálum frá sambandi þeirra, allt frá fíkniefnum til framhjáhalds.
Þessi heimildarmaður segir líka að það sé greinilegt mynstur í hegðun Brad, sem komi vel í ljós í þessari heimildarmynd. Samkvæmt heimildarmanninum er Jennifer hissa á því hvernig Brad hefur hagað sér seinustu 12 árin. Hann hefur fengið á sig margar ásakanir sem er ekki búið að sanna en það kemur í ljós í heimildarmyndinni að hann hefur átt í vanda með áfengi og fíkniefni.
Framleiðandi myndarinnar, Ian Halperin, sagði við Radar að Brad yrði samt ekki kennt alfarið um skilnaðinn: „Ég get allavega sagt það að það þarf alltaf tvo til að dansa tangó.“ Ian segir líka að myndin muni sjokkera áhorfendur og koma þeim verulega á óvart.

 

SHARE