Brad og Angelina leggja niður vopnin

Það hafa eflaust ekki margir átt von á því en Brad Pitt (53) og Angelina Jolie (41) hafa ákveðið að leggja niður sverðin. Þau eru búin að eiga í slæmum skilnaði og forræðisdeilu en nú virðast hlutirnir vera að breytast til betri vegar.

 

Sjá einnig: Brad Pitt er í rusli eftir skilnaðinn

Brad og Angelina sendu frá sér tilkynningu þess efnis að þau ætli núna að leysa úr sínum ágreiningi í ró og næði og hafa skrifað undir samkomulag. Þau ætla að hafa öll gögn um sinn skilnað lokuð fyrir almenningi og í yfirlýsingunni sagði að þau vildu vinna saman að því að leyfa fjölskyldunni að jafna sig.

Brad hefur ekki fengið að heimsækja eða hitta börn sín nema með utanaðkomandi aðila, til að fylgjast með. Það verður vonandi breyting á núna.

 

 

SHARE