Kanye West kvæntur á ný

Samkvæmt heimildarmanni Page Six er Kanye West genginn í hjónaband með konu sem heitir Bianca Censori. Sagt er að þau hafi gift sig í gær í lítilli athöfn í Beverly Hills.

Sagt er að Kanye og Bianca hafi játast hvort öðru áður en þau hafi skiptust á hringum. Þau hafi svo farið að borða á Waldorf Astoria, þar sem þau dáðust að hringum sínum. Kanye hefur verið mikið á hótelinu og talið er að hann búi þar. Samkvæmt TMZ hefur samt ekki verið staðfest að hjónabandið sé löglegt, svo við getum aðeins beðið með að slá þessu föstu.

Bianca er hönnuður sem hefur starfað fyrir Yeezy, vörumerki Kanye, í mörg ár svo þau þekkjast vel. Hún fór úr dökku hári í ljóst fyrir stuttu síðan.

Sjá einnig:

SHARE