Kennari tekur grátandi barn af móður og heldur fyrirlestri ótrauður áfram

Háskólakennarinn, faðirinn og afinn Sydney Engelberg, sem er 67 ára gamall og kennir við Hebreska háskólann í Jerúsalem lætur ekki barnsgrát slá sig út af laginu meðan á kennslu stendur. Reyndar hvetur Sydney nemendur sína til að taka börn sín með á fyrirlestrana og lét sér ekki bregða þegar ungabarn rak upp org á miðjum fyrirlestri fyrir skömmu.

Móðirin sem var algerlega miður sín, ætlaði að laumast út úr tímanum með hágrátandi smábarnið en þegar hún stóð upp og ætlaði að ganga út, stormaði kennarinn upp að henni og tók útgrátið barnið í fangið án þess að gera hlé á fyrirlestrinum.

Sjá einnig: Hjálpa eldri stúlkum sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður að sækja nám

lecturer-soothes-crying-baby-professor-sydney-engelberg-hebrew-university-1

Barnið hætti fljótlega að gráta, móðirin varð furðu lostin og nemendur störðu á Sidney sem hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist og kennsla hélt áfram. Einhverjir hófu myndavélar á loft og tóku að smella af til að ná atvikinu á mynd en kennarinn lét ekkert slá sig út af laginu og hélt einfaldlega áfram. Með barnið í fanginu. Og þannig lauk hann fyrirlestrinum.

Ljósmyndir af fyrirlestrinum og atvikinu sjálfu rötuðu samtundis inn á samfélagsmiðla og fóru á flug um netið, með þeim afleiðingum að Sidney háskólakennari er nú orðinn hálfgerð rokkstjarna í akademíska heiminum og fær ekki frið á götu úti. Allir vilja dásama kennarann sem tók barnið í fangið og hélt ótrauður fyrirlestrinum áfram meðan agndofa móðirin fylgdist með.

Sjá einnig: „Þeir geta skotið líkama minn, en draumana geta þeir ekki skotið“

lecturer-soothes-crying-baby-professor-sydney-engelberg-hebrew-university-2 (1)

Eiginkona Sidney, Fredi Siskind Engelbert sagði þannig í viðtali við Yahoo Parenting að hann hefði fengið ástarbréf hvaðanæva úr heiminum, að útvarps- og sjónvarpsstöðvar hringdu linnulaust heim til fjölskyldunnar í von um viðtal en að Sidney sjálfur kippti sér lítið upp við athyglina.

Hann er voða rólegur yfir þessu öllu saman. Okkur finnst þetta eiginlega hálffyndið allt. Það hlýtur að vera lítið að gerast í heimsmálum þessa dagana fyrst við erum á toppi fréttalistans.

Sidney á fjögur börn sjálfur og fimm barnabörn, en samkvæmt dóttur hans, Engelberg, veitir hann mæðrum leyfi til að sitja fyrirlestra sína á meistarastigi með börn sín meðferðis og hann styður einnig brjóstagjöf í tímum. Sidney segir að engin móðir ætti nokkru sinni að þurfa að velja milli barns og menntunar.

Sjálfur sagði Sidney, sem kennir félagssálfræði á meistarastigi, í viðtali við Yahoo að hann hvetti foreldra til að taka börn sín með í skólann þegar ekki annar möguleiki væri í stöðunni:

Ástæðan er sú að fyrir mér er menntun svo mikið meira en að miðla fræðslu afram. Menntun snýst um að kenna ákveðin gildi. Og hvernig er hægt að miðla þeim gildum áfram öðruvísi en að vera fyrirmynd sjálfur?

Yahoo greindi frá

SHARE