Ketó beyglur

Það eru ótal girnilegar uppskriftir á Facebook síðunni Maturinn minn. Þessi er af ketó beyglum sem líta guðdómlega út:

Beyglur

Innihald:
1,5 bolli möndlumjöl (ég notaði bobs red mill en fína frá hagver er líka gott)
1 msk lyftiduft (ég nota vínsteins mögulega eru önnur betri)
2,5 bolla rifinn ost (ég notaði mix af því sem ég átti til)
4 msk rjómaost
2 stór egg
krydd ef fólk vill (þarf ekkert )
kryddið ofaná fæst ekki á Íslandi því miður, þannig sesamfræ eru líka góð ofaná

Sjá einnig: Ketó naan brauð með hvítlaukssmjöri

1. Blanda vel saman í skál möndlumjölinu og lyftiduftinu.
2. Setja ostana í aðra skál sem þolir örbylgjuna og bræða saman (ég gerði 1 mín hrærði vel og svo aðra mín)
3. Blanda mjölinu og egginu vel saman við ostinn passa hafa ekki ostaklumpa (finnst sjálfri snilld nota latex hanska í þetta og hnoða en berar hendur virka vel en er smá subbulegt :))
4. Úr þessu fást 6 beyglur (eða 4 stórar) móta þær á bökunarplötu (ég gerði bara bollur flatti smá út og notaði lítið glast til gera gatið og mótaði svo eins og ég vildi hafa þær
5. Baka við 200° í ca 12-15 mín eða þar til gullbrúnar 🙂

SHARE