Kjúklinganúðlur – Uppskrift

Ég er mjög hrifin af góðum núðluréttum. Þá er ég ekki að tala um svona yum yum núðlur, heldur matarmiklar og bragðgóðar núðlur. Það er líka frábært að elda kjúklinganúðlur í kvöldmat og taka svo afganginn með sér í nesti daginn eftir. Þessi uppskrift að kjúklinganúðlum varð til í eldhúsinu heima hjá mér fyrir nokkrum árum og hefur lifað góðu lífi. Þetta er einn af þeim réttum sem fjölskyldan biður reglulega um og auðvitað verður maður við þeirri beiðni!

2-3 kjúklingabringur

2 msk thai sweet sósa

1 msk hoisin sósa frá Blue Dragoon

2-3 tsk vatn

1 hvítlauksrif

1/2 brokkolíhöfuð

1/2 rauð paprika

1/2 meðalstór kúrbítur

2 stórar gulrætur

Eggjanúðlur frá Blue Dragoon

Aðferð

1. Hitið olíu á pönnu. Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnunni.

2. Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

3. Skerið grænmetið.

4. Bætið grænmetinu út á pönnuna, lækkið hitann aðeins og steikið áfram í 10-15 mín.

5. Hellið hoi sin sósu, thai sweet sósu og vatni í skál og pressið hvítlauksrif út í. Hrærið saman og hellið út á pönnuna. Hrærið allt saman.

6. Hellið vatninu af núðlunum og setjið núðlurnar á pönnuna. Slökkvið undir og hrærið allt saman.

Berið fram og njótið vel!

SHARE