Á heimasíðu Grindavíkur hér birtist í dag skemmtileg myndasyrpa af Magnúsi Mána 7 ára og hestinum Tígli.
Magnús Máni var ekki í vandræðum með að bjarga sér sjálfur, þegar kom að því að fara á bak, enda alinn upp við hestamennsku, en foreldrar hans Jóhanna og Magnús eiga og reka hestaleiguna Arctic horses í Grindavík, þar sem einnig eru í boði reiðnámskeið.

Gæðingurinn Tígull frá Hrafnhólum tók brölti Magnúsar Mána með stakri ró.

Arctic horses eru á facebook hér 

Í meðfylgjandi myndasyrpu má sjá hvernig Magnúsi gekk að komast á hestbak.

SHARE