Það var tilkynnt í dag að undirvörumerki Coca- Cola verði sameinuð á þessu ári og verða því drykkir eins og Coke Light og Coke Zero þá að Coca- Cola en í mismunandi umbúðum og með ólikri innihaldslýsingu.

 

Carlos Cruz, nýr forstjóri Vífilfells kynnti þessa breytingu í dag á Hilton Reykjavík hótelinu fyrr í dag, en þessi ákvörðun var kynnt um alla Evrópu á sama tíma. Hann sagði jafnframt að það yrði „engin breyting á bragðinu.“

11026655_10152711819948008_609304766_n

Einnig var sagt frá því á fundinum að kók í gleri er 100 ára í ár, en Coca-Cola hefur verið á borðum Íslendinga í yfir 70 ár og hefur verið sett í gang auglýsingherferð með Ladda og Unni Steinsson sem landsmenn hafa eflaust tekið eftir.

 

Nú þurfum við bara að bíða þangað til maí til að sjá nýju umbúðirnar.

 

SHARE