Travis Barker og Kourtney Kardashian hafa alltaf verið mjög opin með það að þau hafa verið að reyna að eignast börn saman. Þau voru farin að vinna í því áður en þau giftu sig. Kourtney hefur verið í frjósemismeðferðum og það hefur ekki verið auðvelt fyrir hana.

Ég byrjaði í frjósemismeðferð en hætti. Þetta var svo mikið. Ég tók pásu til að geta einbeitt mér að brúðkaupinu okkar,“ sagði Kourtney.

Bæði Travis og Kourtney eiga börn úr fyrri samböndum. Kourtney á þrjú börn – tvo syni og dóttur – með sínum fyrrverandi Scott Disick, en Travis á son og dóttur með fyrrum eiginkonu sinni Shann Moakler. Einnig er hann náinn elstu dóttur fyrri konu sinnar, Atiana.

Sjá einnig: Sorgmæddur Harry kemur í kastalann

Kourtney sagði frá því í þætti The Kardashians í apríl, að lyfin sem hún hefur þurft að taka hafi farið mjög illa í hana: „Þetta hefur verið alveg agalegt, okkur Travis langaði svo að eiga börn saman og læknirinn minn lét mig á þessa frjósemismeðferð og það hefur ekki verið neitt dásamleg reynsla.“

Kourtney segir líka að sífelldar ágiskanir fólks um hvort hún sé ólétt eða bara búin að fitna því lyfin valdi vissulega þyngdaraukningu. Hún segir að lyfin hafi haft mikil áhrif á hana líkamlega og andlega og hún hafi orðið þunglynd og svo hafi hún byrjað að finna fyrir byrjun á tíðahvörfum. Hún hefur því hætt í meðferðinni og er ekki talið líklegt að hún muni byrja hana aftur í framtíðinni.

SHARE