Kæru facebook félagar, ég heiti Halla Björg og bý í Giljahverfi á Akureyri.

Í dag klukkan 18:00 fór ég frá húsinu mínu á æfingu og skildi eftir ólæst, klukkan 20:30 kem ég heim aftur með börnin mín tvö, 6 ára strák og 19 mánaða stelpu. Þegar ég opna útidyrahurðina og labba inn mætir mér hræðileg lykt, ég hugsaði hvað væri eiginlega í gangi?? Þegar ég kem á ganginn innúr forstofunni sé ég skyrdrykkjaslettur útum allt stofugólfið, þar var einnig grjónagrautur sem ég var nýbúin að versla og var óopnaður, hann var útum allt gólf. Ég þorði ekki lengra hjartað sló mjög hratt og það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði skilið ískápinn eftir opinn þegar ég fór út og það hafi komið köttur inn um gluggann hja mér og náð í þetta í ískapinn. 6 ára sonur minn verður skíthræddur og öskrar úr hræðslu, ég segi honum að koma með mér og dóttur minni inní herbergið hans og þar lokum við okkur inni og ég hringi í tengdarforeldra mína sem koma strax til mín, ég hafði ekki séð almennilega inní eldhúsið.

Þegar þau koma þá komum við börnin fram úr herbergi sonar míns og búmm þarna kom ég að einhverju sem ég bjóst aldrei við að koma að, ég hefði aldrei getað ímindað mér að ég gæti komið að húsinu mínum svona. Á gólfinu var allt í viðbjóði, það var sem sagt búið að nánast tæma ískápinn minn og opna allt og brjóta,sulla, hella niður á alla innréttinguna, það hafði lekið ofaní skúffur mjólkin sem hellt var niður, greyjið sonur minn tjáði mér það að hann væri að fá hjartaáfall, elsku 6 ára sonur minn var skíthræddur og ég vissi enganvegin hvernig ég ætti að höndla þetta allt í einu.

Sem sagt á gólfinu var koktelsósa,remolaði, kjúklingabringur sem var búið að opna og taka þær allar 4 úr og henda þeim á gólfið, það var búið að opna pylsupakka og dreyfa þeim útum allt og stíga á þær, tómatsósa , 7 egg brotin á gólfinu, smjörlíki, heilt ostastykki, tómatar, epli, mjólk, skyr, og LÝSI, búið að tæma lýsisflösku yfir gólfið hjá mér!! Ég hringdi á lögregluna, þeir komu og sögðu mér að þetta væri tilfelli númer 2 sem slíkt atvik gerist í giljahverfinu. Ég var nýbúin að skúra hjá mér gólfin þannig að fótspor sáust vel og þetta var eftir stígvél, skóstærð númer 29ca (sonur minn notar númer 33.) Á eldhúsbekknum fundust einnig svartir fingravettlingar með loði (kvennmanns) þarna var ekki fullorðið fólk að verki heldur BÖRN EÐA KRAKKAR!! Hvaða krakkar eða börn gera svona hluti?? Hvaða börn æða inn í annara manna hús til þess eins að rústa ískápnum, hérna inni hjá mér er fullt af dýrmætum hlutum, einnig höfðu þau farið inná bað og þvegið sér um hendurnar fundið BedHead hárvöru og notað hana, þetta var allt saman myndað, vetlingar voru teknir til lögreglu, auk lýsisflösku, eggjabakka, rjóma og BedHead flöskunni, ég vona að þeir finni út hver var að verki því svona eiga krakkar alls ekki að komast upp með, ég var í 3 klukkutíma að þrífa allt hjá mér og ég er ekki enn búin.

Viljiði deila þessu fyrir mig og ef einhver hefur sér krakka á vappi hjá Skessugili 19 að hafa samband?? Í skitugum stígvélum og fötum. Þó að ég hefði getað lent í því að vera rænd, þá er þetta klárlega brot á mínu persónulega heimilislífi og ég verð að sega það að ég er skíthrædd, hér með mun ég ALLTAF læsa, alveg sama hversu stutt eða lengi ég er að fara að heiman.


Takk fyrir mig Halla Björg Albertsdóttir.

984048_10201191710984098_138456159_n 391486_10201191710864095_1055355223_n 382747_10201191711064100_1885178454_n 223056_10151058674578008_1463717708_n

SHARE