Kynlífið: Hversu oft í viku eru pör að stunda kynlíf?

Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hversu oft fólk, sem er í föstu sambandi, er að stunda kynlíf. Kannski ert þú týpan sem stundar kynlíf með maka þínum, einu sinni eða tvisvar í viku, en heyrir svo vinkonu þína tala um að hún stundi kynlíf daglega. Þú gætir fengið minnimáttarkennd yfir þessu en það er óþarfi. Kynlíf fólks er mismunandi og það er ekkert rétt og rangt í því „hversu oft“ fólk er að stunda það. Hvað virkar fyrir þig og þinn maka? Það er það eina sem skiptir máli.

Fólk skilgreinir kynlíf á mismunandi hátt og aðeins þú getur ákveðið hvað er best fyrir þig. Auk þess eru margir þættir sem geta haft áhrif á kynlíf okkar, eins og vinnutímar, skap, orka, hormónar, lyf, fjölskyldulífið, barneignir og fleira. Cosmopolitan fór á stúfana og spurði fólk á besta aldri hversu oft þau væru að stunda kynlíf í þeirra sambandi.

1.

„Við höfum verið saman í 10 ár, en höfum verið kynferðislega virk í sjö, eigum engin börn, bæði á þrítugsaldri. Við stundum venjulega kynlíf á kvöldin, um það bil tvisvar til fjórum sinnum í viku, en stundum hafa liðið vikur án þess að við höfum gert það. Þá hefur það gjarnan verið vegna vinnuferða, þreytu, streitu og fleiri þátta sem spila inn í! Það getur meira að segja verið að við höfum borðað alltof þungan kvöldverð. Stundum finnst mér ég vera gömul. Kynlífsþörfin kemur og fer, sérstaklega ef ég er að taka pilluna. Hann á oftast frumkæðið og mér finnst það allt í góðu.“

María – 24 ára

2.

„Ég er 29 ára og maðurinn minn er þrítugur. Við höfum verið saman í fimm ár og gift í eitt ár. Við stundum kynlíf um það bil tvisvar í viku. Fyrstu tvö árin í sambandinu stunduðum við oftar kynlíf, næstum daglega en nýlega hefur skiptunum farið fækkandi. Undanfarna mánuði hef ég tekið eftir því að við stundum meira kynlíf eftir blæðingar en mesta kynlífið í kringum egglosið. Svo fer skiptunum fækkandi fram að blæðingum.“

Megan – 29 ára

3.

„Ég er 23 ára og maki minn er 22 ára. Við höfum verið að hittast í eitt ár og stundum venjulega kynlíf á hverjum degi.“

Jessie – 23 ára

4.

„Ég er þrítug og maki minn er 29 ára. Við höfum verið gift í 4 ár og stundum kynlíf um það bil einu sinni á þriggja vikna fresti. Kynlöngun okkar og orka hefur minnkað eftir að við eignuðumst barn en við erum á sömu síðu með þetta.“

Nicole – 30 ára

5.

„Kærastinn minn er 32 ára og við höfum verið saman í um það bil sjö mánuði núna og kynlífið er alveg jafn spennandi og það var í byrjun, jafnvel enn betra. Við stundum venjulega kynlíf fjórum til sex sinnum í viku, fer bara eftir því hvernig vikan okkar hefur verið og hvernig skapið okkar er. Hann er samt alltaf til í kynlíf ef ég sækist eftir því. Mér finnst ég vera svo innilega tengd honum og ég hef aldrei upplifað kynlíf eins og það sem ég á með honum.

Taylor – 29 ára

6.

„Ég er 23 ára og kærastinn minn líka. Við höfum verið saman í tvö og hálft ár en þar sem við búum bæði enn heima hjá foreldrum okkar, þá finnst mér eins og við stundum ekki jafn mikið kynlíf eins og annað fólk á okkar aldri. Ég myndi segja að við myndum vilja stunda kynlíf þrisvar til fjórum sinnum í viku, en ef við erum heppin náum við kannski 1 til 2 skiptum í viku. Við erum bæði í vinnu og hann er líka í skóla svo ég reyni að skipuleggja skemmtilegar stuttar ferðir fyrir okkur svo við getum fengið meiri tíma í einrúmi og tökum smá frí frá öllu áreiti og einbeitum okkur að hvoru öðru.

Rylie – 23 ára

7.

„Ég er þrítug og kærastinn minn er 23 ára. Við stundum kynlíf annan hvern dag.“

Ella – 30 ára

8.

„Við erum bæði 37 ára og höfum verið gift í 13 ár og erum með þrjú ung börn. Við erum loksins farin að stunda meira kynlíf aftur, eftir að við komumst út úr þokunni eftir fæðingu, líklega tvisvar til þrisvar í viku.“

Kara – 37 ára

9.

„Ég og maki minn höfum verið gift í eitt ár en saman í þrjú ár. Við stundum kynlíf um það bil fjórum til fimm sinnum í viku. Við erum bæði í mjög krefjandi störfum sem gerir það erfitt að finna tíma til að stunda kynlíf og myndum eflaust gera það oftar ef við hefðum tíma.“

Brooke – 27 ára

10.

„Ég á tvo ástríka maka. Ég hef verið með öðrum þeirra í sjö ár og með hinum í þrjú ár. Kynlíf okkar er mjög ólíkt. Ég stunda mjög oft kynlíf með öðrum þeirra en mjög sjaldan með hinum.“

Sam – 29 ára

11.

„Ég og maki minn höfum verið gift í níu mánuði en verið saman í þrjú ár. Við stundum kynlíf fjórum til fimm sinnum í viku, en það fer allt eftir ferðaáætlunum, vinnu o.s.frv. Ég er nýorðin ólétt þannig að það hefur haft áhrif á hversu oft við gerum það.“

Caroline – 28 ára

12.

„Ég er 25 og maki minn er 41 árs. Ef við ættum ekki börn myndum við eflaust stunda kynlíf einu sinni á dag en það hefur verið frekar óreglulegt eftir barneiginir. Við þurfum að laumast til að taka einn stuttan hér og þar. Manninum mínum finnst geggjað að stunda kynlíf á morgnana en ég væri alveg til í að stemningin væri aðeins meiri. Ekki bara verið að nýta „morgunbónerinn“.

Jenna – 25 ára

13.

„Ég er 31 árs og maki minn er þrítugur. Við höfum verið saman í sex og hálft ár, gift í fjögur. Eins og er stundum við kynlíf einu sinni til tvisvar í viku. Núna er ég ólétt í fyrsta skipti þannig að það hefur líka dregið úr skiptunum.“

Lauren – 31 árs

14.

„Ég er 27 ára og kærastinn minn er 28 ára og við höfum verið saman í næstum fjögur ár og á þeim tíma saman hefur kynlíf okkar breyst ansi mikið. Við stunduðum kynlíf að minnsta kosti þrisvar í viku – stundum jafnvel tvisvar á dag – en núna er það frekar þrisvar í mánuði (ef við erum heppin). Við erum nýfarin að búa saman, sem ég held satt að segja að það eigi þátt í breytingunni. En kynlífið okkar var farið að breytast jafnvel áður en við fluttum saman. Ég hef reynt að hvetja til tímasetningar kynlífs (ráð sem ég hef fengið frá kynlífs- og sambandsráðgjafa á netinu!) en hann er virkilega á móti því og segir að „hluti af skemmtuninni við kynlíf sé að það gerist að sjálfu sér.“ Að mínu mati myndi það hjálpa okkur að stunda kynlíf mun oftar ef við myndum skipuleggja það.“

Emilía – 27 ára


Sjá meira:

SHARE