Hin árlega tískusýning undirfatarisans Victoria´s Secret fór fram í gær en í þetta sinn fór hún fram í Bretlandi en ekki Bandaríkjunum. Fyrirsæturnar eru búnar að vinna hörðum höndum í ræktinni fyrir þennan árlega viðburð, ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um þær síðasta mánuðinn, en mikil spenna ríkir á hverju ári fyrir þessari tískusýningu.
Á hverju ári fá ein eða tvær fyrirsætur eða englar Victoriu eins og þær eru kallaðar að sýna The Dream Angel Fantasy brjóstahaldara en í ár voru þær tvær. Þessir brjóstarhaldarar eru metnir á tæpar 248 milljónir króna hvort en það tók 1380 klukkutíma að búa þá til. Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru svona dýrir en þeir eru búnir til úr 16 þúsund rúbín steinum, demöntum og safírum, þessu var síðan strengt saman með 18 karata gulli.
Þær Adriana Lima og Alessandra Ambrosio fengu heiðurinn í ár að sýna þessa brjóstarhaldara.
Tengdar greinar:
Victoria Secret engarnir fækka fötum fyrir nýja ljósmyndabók
Allt vitlaust vegna „ógeðfelldra“ auglýsinga Victoria Secret
Silki, blúnda og skegg – Conchita í nærfötum
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.