Kyrrð og lækning með Þóri heilunarmiðli

Þór Gunnlaugsson heilunarmiðill er mjög óeigingjarn maður og hefur haldið ókeypis kyrrðar- og lækningastundir í Bústaðakirkju. Nú er komið að svona stund með Þóri og vill hann bjóða alla lesendur hún.is velkomna í kirkjuna á mánudaginn, þann 1. október næstkomandi kl 20:00.

Þeir sem vilja þiggja aðstoð með kvilla eru velkomnir svo og aðrir. Gestir fá sér sæti í algjörum friði á meðan athöfnin stendur yfir og fá yfir sig milda orku sem fyllir upp í tómarúm og linar verki.

Rekstur kirkna er erfiður núna og Þór vill hvetja alla þá sem eru utan söfnuða að skrá sig hjá Hagstofunni í Bústaðasókn og fara því sóknargjöldin þangað sem gætu tryggt áframhald á þessum fundum.

Hún.is hvetur alla til að taka þetta kvöld frá og fara í kirkjuna á þessum fyrsta degi októbermánaðar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here