Lárperumauk/Guacamole

Eitt af því sem mér finns best í heimi er avacado og ekki skemmir hvað ávöxturinn er hollur.

Hér kemur dúndurgóð uppskrift af lárperumauki.

Uppskrift:

2 þroskuð avacado ( lárperur )

2 hvítlauksrif

2 msk saxaður rauðlaukur

1/2 tómatur saxaður mjög smátt

1 tsk sítrónusafi ( mjög mikilvægt)

Aðferð:

Avacadóið er skafið úr hýðinu og steinninn tekin fra. stappað í mauk, hvítlauk, rauðlauk, og tómatnum bætt útí og hrært vel. Loks sítrónusafi og aftur hrært vel.

Fróðleikur:

Sítrónusafin viðheldur fallegum lit á maukinu og steinnin eykur geymsluþol ef settur með maukinu.

sjá einnig: https://www.hun.is/mexikobaka-sem-slaer-alltaf-i-gegn/

Lárperumauk/ Guacamole er tær snilld með öllum mexíkönskum mat og sem álegg á gott súrdeigsbrauð.

 

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rögguréttir 2

SHARE