Leonardo fór út að borða með mömmu sinni og ofurfyrirsætu

Leonardo DiCaprio (48) er mikill djammari en tók sér hlé frá djamminu til að njóta kvöldstundar í góðum hópi. Með honum voru til dæmis hin 28 ára gamla, breska fyrirsæta Neelam Gill og mamma Leonardo’s, Irmelin Indenbirken.

Leonardo var klæddur líkt og vanalega í svörtum „bomber“ jakka, gallabuxum, hvítum strigaskóm og derhúfu. Einnig var hann með grímu fyrir andlitinu svo varla sást meira en bara augun hans. Neelam og Irmelin voru svartklæddar frá toppi til táar.

SHARE