Lést eftir eftir áflog við lestarteina

Karlmaður sem hafði lent í áflogum við annan mann er látinn, eftir að hafa fallið niður á lestarteina við neðanjarðarlestarstöð í Philladelphia örfáum sekúndum áður en lestin kom á vettvang síðastliðið fimmtudagskvöld.

Eftir að hafa átt í einhverjum orðaskiptum sló annar maðurinn til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann féll niður á lestarteinana. Örfáum sekúndum síðar kom lestin á miklum hraða og hafði engan tíma til þess að hemla. Lögregla í Philladelphiu rannsakar lát mannsins sem manndráp þó að það megi efast um að ásetningurinn hafi verið að myrða manninn. Rétt er að vara við myndbandinum sem fylgir fréttinni.

SHARE