Lítil og nútímaleg íbúð – Myndir

Þessi íbúð er í gamalli byggingu frá sjöunda áratugnum. Maður á erfitt með að sjá það fyrir sér en það er nú samt þannig. Hönnuðurnir sem tóku íbúðina í gegn voru beðnir um að gera íbúðina einstaklega nútímalega og það gerðu þeir.

Þeir rifu niður alla óþarfa veggi því íbúðin er bara 43 fm en samt ná þeir að hafa 2 svefnherbergi og af myndunum að dæma virðist hún miklu stærri.

Þetta gráa, hvíta og svarta er allsráðandi og misjafnt örugglega hvað fólki finnst um það. Mér finnst það alveg töff en samt er komin pínulítill geimstöðvarfílingur í þetta finnst mér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here