Lyfja býður upp á frábæra hjúkrunarþjónustu

Við vitum öll að það er ekki alltaf auðvelt að fá tíma hjá heimilislækni og þess þá síður hjá sérfræðingum. Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi bjóða upp á hjúkrunarþjónustu, en þar geturðu fengið hinar ýmsu þjónustu ásamt því að á staðnum eru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem veita ráðgjöf og aðstoð við val á hjúkrunarvörum. Í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi eru hjúkrunafræðingur og sjúkraliðar, sem veita ráðgjöf og aðstoð við val á hjúkrunarvörum.

Til að koma á móts við álag á starfsfólk sjúkrastofnana og spara biðtíma býður Lyfja upp á að taka sauma og léttar sáraskiptingar. Í Lágmúla er einnig boðið upp á sprautun milli kl. 10-12 virka daga.

Í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi er boðið upp á:

  • Beinþéttnimæling
  • Öndunarmæling
  • Blóðþrýstingsmæling
  • Blóðsykursmæling
  • Blóðfitumæling*
  • Blóðrauðamæling (hemoglobin)
  • Súrefnismettun í blóði** Þarf að vera fastandi fyrir þessar mælingar

Hjúkrunarþjónusta Lyfju er starfrækt á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og hér segir:

Lyfja Lágmúla: Frá kl 8.00 – 18.00 (8.00 – 17.00 júní-ágúst)
og á laugardögum frá kl. 11.00-15.00 1.september – 31.mai Sími 533 2300 eða 533 2308
Lyfja Smáratorgi: Frá kl 8.00 til 12.00 mán.-fimmt. Lokað á föstudögum Sími 564 5600

Nánari upplýsingar er að finna á www.lyfja.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here