Madonna gefur eftir

Eftir rúmt ár af rifrildi og leiðindum, hafa Madonna og Guy Richie komist að samkomulagi um umgengnina við 16 ára son þeirra, Rocco Richie. Guy býr í London en Madonna býr í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmanni sem þekki Madonna vildi Madonna eingöngu eiga traust og ástkært samband við son sinn á ný og það sé að verða að veruleika.

 

Sjá einnig: Madonna vill fá að vera kynþokkafull

Rocco er í skóla og á mikið félagslíf í London en það sama á ekki við um Los Angeles og New York. Madonna vildi fá hann til að búa hjá sér og barðist mikið fyrir því að fá hann til að vera hjá sér. Hún fór til London og sá hversu mikið hann naut sín þar og átti góða vini og ákvað þá að láta kyrrt liggja.

 

SHARE