Puff Daddy kærður fyrir kynferðisbrot á karlkyns, fyrrum starfsmanni sínum

Sean „Diddy“ Combs eða Puff Daddy eins og hann hefur kallaður líka, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn karlkyns fyrrverandi starfsmanni sínum, en NBC greindi frá málinu í gær.

Í dómsskjölum sem TMZ hefur undir höndum segir að Rodney „Lil Rod“ Jones, fyrrum framleiðandi og myndbandstökumaður Diddy, að tónlistarmógúllinn hafi ítrekað beitt hann kynferðisofbeldi. Meint ofbeldi átti sér stað á tímabilinu september 2022 til nóvember 2023, þegar verið var að vinna í nýjustu plötu Sean „Diddy“ .

Rodney „Lil Rod“ Jones

Rodney segir að Sean „Diddy“ hafi þreifað á kynfærum hans og endaþarmsopi til þess að reyna að fá hann til að stunda með honum kynlíf. Hann segir líka að söngvarinn hafi gengið um nakinn fyrir framan hann og alltaf sagst vera bara að stríða honum. Ásakanirnar eru þó hvergi nærri búnar en Rodney segir að Sean „Diddy“ hafi beint óviðeigandi, kynferðislegri athygli að honum fyrir framan vini sína og telur þá upp t.d. Cuba Gooding Jr og frænku kærustu Seans, rapparann Yung Miami.

Rodney segir að Yung hafi einu sinni reynt að stunda kynlíf með honum fyrir framan Sean „Diddy“. Hann segist hafa verið neyddur til að kaupa inn kynlífsþjónustu og stunda allskyns kynlífsathafnir með þeim því Sean „Diddy“ hafi viljað að hann gerði það. Einnig segist Rodney telja að honum hafi verið byrlað ólyfjan á einhverjum tímapunkti og hafi hann vaknað mjög ringlaður uppi í rúmi með Sean „Diddy“ og einhverjum af þeim sem keyptir voru að til að veita kynlífsþjónustu.

Lögmaður Sean „Diddy“, Shawn Holley, neitaði ásökunum Rodney og sagði við Page Six að „Lil Rod væri ekkert annað en lygari“ sem vildi bara fá 30 milljónir dollara í bætur fyrir ekki neitt.“ Hann sagði að saga Lil Rod væri hreinn skáldskapur og ekkert annað en athyglissýki og græðgi.


Sjá einnig:

SHARE