Viðtal við alvöru „eltihrellinn“ úr Baby Reindeer

Piers Morgan tók viðtal við konuna sem þættirnir Baby Reindeer eru byggðir á, en hún heitir Fiona Harvey. Það kemur ýmislegt fram í viðtalinu eins og að hún segist aldrei hafa ofsótt Richard Gadd og hafi kannski sent honum 5 tölvupósta. Hún segir að hann hafi fyrst talað við hana, eða réttara sagt „truflað hana í samtali við einhvern annan“ og „hann hafi frekar verið með hana á heilanum“.

Fiona segist vera lögfræðingur en Piers segir að enginn muni eftir henni úr náminu og segist eiga kærasta sem er lögfræðingur líka. Hún segist eiga fjóra farsíma og vera með 6 netföng sem hún segist nota dagsdaglega. Fiona segist ætla að fara í mál við alla sem koma að þessum þáttum, Richard og Netflix og segist tilbúin að taka lygapróf ef þess gerist þörf.

SHARE