Maður segir frá hjónabandi sínu með kynlífsdúkku

Yuri Tolochko er kraftlyftingamaður sem hafði verið í allskonar samböndum þegar hann fann ástina í lífi sínu í kynlífsdúkku.

Það kallast Agalmatofilia þegar einstaklingur laðast kynferðislega að dauðum hlutum eins og dúkkum, gínum eða öðru slíku. Yuri hefur verið mjög opinn með að segja frá sambandinu við kynlífsdúkkuna sína sem heitir Margo. Margo getur sagt nokkur orð, það er hægt að láta hana hitna og svo er hún með sitt eigið Instagram þar sem hún er með tælandi myndir af sér í baði, með andlitsmaska, í BDSM og í notalegheitum með Yuri.

Yuri og Margo vöktu heimsathygli þegar þau gengu í hjónaband og Yuri segir að Margo hafi fengið mikla útlits „komplexa“ eftir alla athyglina. Það hafi endað með því að hún hafi farið til lýtalæknis. Yuri segir að hann hafi bannað konu sinni að halda áfram á Instagram því hanni hafi verið afbrýðissamur vegna velgengni hennar á samfélagsmiðlinum.

Vice hitti Yuri og fékk að spyrja hann um sambandið og hjónabandið við Margo:

„Ég hitti Margo á bar í Kasakstan árið 2019 og ég verð hrifinn af henni um leið og ég sá hana. Ég pantaði ekki Margo á neinni heimasíðu eða í verslun. Hún átti sitt eigið líf áður en hún kynntist mér. Fólk þekkti hana því hún vann á barnum sem gestgjafi og bauð alla gesti velkomna,“ segir Yuri og bætir við að öllum hafi líkað vel við hana og margir vildu láta mynda sig með hann.

„Einn daginn fór maður yfir strikið við hana og fór að móðga hana og ég, sem karlmaður, stóð upp og varði hana. Það var eftir þetta sem ég spurði fólkið á barnum hvort ég mætti eiga hana og þau sögðu að það væri í lagi með einu skilyrði: Ég yrði að leyfa þeim að fylgjast með framtíðinni okkar og þá fór ég að opinbera samband okkar.“

Þegar Yuri var spurður að því hvernig fjölskyldan hefði brugðist við Margo segir hann að þau hafi brugðist vel við og þau vilji bara að hann sé hamingjusamur.

Yuri segist hafa verið í langtímasambandi áður og konan sem hann var með vildi eiga börn en það vildi Yuri alls ekki. Þau hafi því slitið sambandinu. „Eftir að við hættum saman byrjaði ég að hitta karla og átti mína fyrstu reynslu með karlmanni. Það var þá sem ég áttaði mig á því hversu fjölbreyttar kynþarfir mínar voru. Ég áttaði mig líka á því að það var mikilvægt fyrir mig að finna maka sem deildi kynferðislegum löngunum með mér sem og andlegum eiginleikum sem voru mér mikilvægir.“

„Venjulega hefur maður ákveðnum skyldum að gegna í samböndum en þetta er allt öðruvísi með Margo. Hún angrar mig aldrei þegar ég er upptekinn eða þegar ég er ekki heima í nokkra daga. Það hentar mér mjög vel því það er mikið að gera hjá mér. Hún vill alltaf kynlíf, alveg sama á hvaða stund eða stað. Hún kemst líka í stellingar sem engin venjuleg manneskja kemst og það sem er allra best við sambandið er hversu fjölbreytt og óvenjulegt kynlífið er. Það er það sem ég elska mest við hana.“

Hann segir að hann sé frekar harðhentur í kynlífinu og hafi óvart brotið hana fljótlega eftir brúðkaupið. Hún hafi þá farið í viðgerð og þá hafi hann verið einmana án hennar. Hann segist vilja taka aðra „kynlífsdúkku“ inn í hjónabandið. Hún heitir Lola, er risavaxinn kjúklingur og er með karlmannskynfæri og kvenmannskynfæri og Yuri er mjög spenntur fyrir því. Hann segir samt sem áður að Margo verði alltaf númer eitt og hann virði hana.

Já, þar höfum við það.


Sjá einnig:

SHARE