„Maðurinn minn dó og ég féll fyrir bróður hans“

Kaitlin er frá New Hampshire, hefur nýlega verið gagnrýnd mikið fyrir að vera í ástarsambandi við bróður látins eiginmanns síns.

Kaitlin var gift Aaron í fjögur ár og þau áttu einn son saman. Þau voru bæði í neyslu og samband þeirra var mjög óheilbrigt og hjónabandið var ekki gott. Þegar Kaitlin fór í meðferð árið 2016 lést Aaron því miður af of stórum skammti. Í sorgarferlinu leitaði Kaitlin í huggun með því að tala við Rory, bróður Aaron. Þau urðu sífellt nánari og það endaði með því að þau féllu fyrir hvort öðru. Þau voru mjög hikandi að segja fjölskyldum sínum frá sambandi og þegar þau gerðu það fengu margir áfall.

Kaitlin deildi sögu sinni á netinu og fékk mikið af leiðindarathugasemdum fyrir vikið.


Sjá einnig:

SHARE