Máluðum geiminn á vegg

Við hjónin, eins og svo margir aðrir sem eru að „ferðast innanhúss“, höfum farið í litlar framkvæmdir á heimilinu. Góð leið til að láta tímann líða. Eitt af því sem við gerðum var að mála vegg í herberginu hjá yngstu dóttur okkar sem vildi mjög gjarnan hafa vegg sem er eins og geimurinn.

Við fórum að skoða internetið og fundum nokkur myndbönd þar sem fólk var að mála svona vegg og sýna hvernig þau gerðu það. Maðurinn minn fór á stúfana og keypti nokkrar litlar dósir af málningu, bláan lit, fjólubláan, bleikan og grænan. Okkur fannst mjög mikilvægt að hafa grænan eins og er í norðurljósunum sem prýða vetrarhimininn á þessum tíma.

Á laugardaginn var svo stóri dagurinn og við hófumst handa. Maðurinn minn hafði málað vegginn nokkrum dögum áður í dökk gráum lit og hann var svona þegar við byrjuðum.

Við máluðum með dekksta bláa litnum yst í „kassann“ og lýstum hann upp með hvítri málningu.

Bleiki liturinn var svo undir og endurkastast í gegn í lokin. Sjáið það á lokamyndinni.

Við bættum svo saman við fjólubláum og bættum við, lýstum og dekktum tóna, bláa, blágræna, fjólubláa og bleika. Þar sem okkur fannst línurnar sem aðgreindu litina of skarpar, brugðum við á það ráð að nota svamp. Við bleyttum með vatni og nudduðum á skörpustu línurnar til að blöndunin yrði fallegri.

Svo kom að því gera stjörnurnar. Við gerðum þær alveg hvítar og svo með smá lit í til að búa til mismunandi lengdir og víddir.

Útkoman var svona og dóttirin mjög sátt! Þá er sigurinn í höfn! 

SHARE