Mamma Miley Cyrus með Prison Break stjörnu

Tish Cyrus (55), móðir Miley Cyrus, virðist hafa fundið manninn í lífi sínu í Dominic Purcell (52). Tish var áður gift kántrýstjörnunni og föður Miley, Bill Ray Cyrus.

Þau skildu að borði og sæng í febrúar 2020 en skilnaðurinn fór í gegn í apríl 2022. Það var um það leyti sem Tish og Doiminic byrjuðu saman.

Dominic er, eins og margir vita, einn af aðalleikurunum í þáttunum Prison Break. Heimildarmaður Us Weekly segir: „Það gæti ekki gengið betur hjá Tish og Dominic. Tish líður eins og hún hafi fundið sálufélaga sinn.“

Dominic og Tish eiga bæði uppkomin börn með fyrrum mökum sínum.

Sjá einnig:

SHARE