Var stanslaust grátandi og með kvíða út af samfélagsmiðlum

Selena Gomez (30) er ein af fáum stjörnum sem hefur sagt frá því opinberlega að hún sé ekki að sjá um samfélagsmiðlana sína sjálf og þar er auðvitað með talið Instagram-ið hennar.

Selena segir það ekki beint út, en hún gefur í skyn að hún hafi hætt á samfélagsmiðlum vegna sambands hennar og Justin Bieber. „Ég fór í gegnum erfið sambandsslit og mig langaði ekki að sjá neinar athugasemdir, ekki endilega um sambandið, heldur samanburðinn á mér vs. einhver önnur. Það eru þúsundir jákvæðra athugasemda en ég festist á þeim illkvittnu. Fólk getur kallað mig ljóta og heimska og ég er bara „Whatever“. En svo er fólk sem er mjög nákvæmt og skrifar hluti sem eru mjög nákvæmir og illkvittnir. Ég var alltaf grátandi, stanslaust með kvíða og gat þetta ekki lengur. Þetta var sóun á mínum tíma,“ sagði Selena í samtali við Vanity Fair.

Selena segist því hafa látið starfsfólk sitt taka við Instagram og Twitter til umsjónar og segist aldrei hafa verið hamingjusamari. Hún segist þó vera með TikTok af því það sé öðruvísi og minni illkvittni þar en á hinum miðlunum.

SHARE