Marineraðar tígrisrækjur á grillið

Þessi dásamlega uppskrift kemur frá Allskonar.is

Þú getur notað tígrísrækjur, í skel eða án, eða risarækjur. Þú þarft að skelfletta rækjurnar, geymdu skelina í frysti og notaðu næst þegar þú gerir humarsúpu eða rækjusúpu, það er frábært bragð af skelinni sem gerir soðið í súpurnar kraftmikið og gott.

Tígrisrækjur fyrir 2

  • 400 gr rækjur, skelflettar
  • 2 msk þurrt sherry
  • 2 msk saxaður graslaukur
  • 1 tsk sumac
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • smá svartur pipar, nýmalaður

Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími: 4-5 mínútur

Hrærðu öllu saman í marineringuna og láttu rækjurnar liggja í blöndunni í um 10 mínútur.

Þræddu upp á grillspjót og grillaðu í um 2 mínútur á hvorri hlið.

Þú getur líka steikt þær á pönnu eða grillað í 200°C heitum ofni í smá ólífuolíu í 3-4 mínútur.

SHARE