Matargagnrýni helgarinnar – Friday´s

Við fórum í bíó í gær í Smáralindinni og okkur fannst því tilvalið að skella okkur á Friday´s. Það var frekar mikið að gera en við fengum þó strax borð. Við báðum um að fá að panta drykki fyrst og pöntuðum forrétt í leiðinni þar sem við vorum glorhungruð!
Eftir stutta stund pöntuðum við svo aðalrétt. Við biðum frekar lengi eftir matnum eða í um hálftíma og ekkert bólaði á forréttinum. Þegar maturinn loksins kom fengum við forréttinn með. Við vorum ekki sátt við það og sendum forréttinn bara til baka. Þjónninn sem afgreiddi okkur hefur líklega verið nýr og setti þetta allt saman á eina pöntun.

Ég fékk mér ceasar salat og kærastinn Jack Daniels hamborgara. Borgarinn var mjög góður og fær hæðstu einkunn. Salatið var hinsvegar alltof blautt og kjúklingurinn örlítið brenndur.

Staðurinn var hreinn og leit vel út, þjónninn reyndi sitt besta og var líklega bara nýbyrjaður, þjónustan er yfirleitt alveg ágæt þarna og ég á mér einn uppáhaldsþjón á Fridays sem er alveg frábær og hefur unnið þar í mörg ár. Í heildina litið var þetta ágætt kvöld þó að þjónustan hefði getað verið betri sem og salatið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here