Matargagnrýni – Hereford

Ég fór á Hereford í gær áður en haldið var út á lífið. Maturinn var æðislegur og þjónustan var ágæt. Ég fékk mér humarsúpu í forrétt sem var án efa ein sú besta sem ég hef smakkað. Hún var rosalega bragðmikil, það var að vísu voðalega lítill humar í henni sem mér fannst fínt þar sem mér finnst humarsúpa mun betri en humarinn, það er auðvitað persónubundið.

Í aðalrétt fékk ég mér nautafille með kartöflu (með sýrðum rjóma) og steiktu grænmeti, ég valdi svo piparsósu með. Nautið rann ljúflega niður  og aðalrétturinn var frábær í alla staði.

Í eftirrétt fékk ég mér súkkulaðiköku með rjóma og ís! það þarf ekki að tala meira um það, ég NAUT innilega.

Staðurinn var hreinn og leit vel út, þjónustan var ágæt, hefði þó mátt vera betri og maturinn alveg frábær. Í heildina litið var þetta frábært kvöld og ég myndi hiklaust mæla með Hereford.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here