Meg Ryan sögð óþekkjanleg á nýjum myndum

Meg Ryan (61) brosti út að eyrum þegar hún sást opinberlega í fyrsta skipti í sex mánuði, í gær, fimmtudag. Meg mætti til að styðja vin sinn Michael J Fox þegar heimildarmyndin um hann, Still: A Michael J Fox Movie, var frumsýnd í Lincoln Center í New York.

Meg Ryan var ein stærsta og vinsælasta leikkona heims á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og lék í myndum eins og When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle, City of Angels svo fáeinar séu nefndar.

Margir fjölmiðlar hafa birt myndir af henni þar sem þeir segja hana óþekkjanlega vegna fegrunaraðgerða. Hvað haldið þið?

SHARE