Mila Kunis sóaði engum tíma í að reyna að þyngja sig aftur eftir hlutverk sitt í Black Swan

Undirbúningur fyrir Black Swan var langt frá því að vera auðveldur. Natalie Portman var meðal þeirra í hópnum sem var beðin um að missa 20 kíló, kaldhæðnislegt þar hún gerði nýlega hið gagnstæða fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Thor: Love and Thunder, og var hún þá beðin um að bæta á sig miklum vöðvamassa, virtist hún vöðvastæltari. Já……svona er Hollywood.

Ásamt Natalie Portman þurfti Mila Kunis í ganga í gegnum sömu umbreytingar. Eins og það hafi ekki verið nógu erfitt að borða rétt um 1.000 hitaeiningar á dag, eyddu Kunis og félagar þremur mánuðum í að læra að dansa ballett, sjö daga vikunnar.

Dramatryllirinn Black Swan var gríðrlega vinsæl í kvikmyndahúsum og fékk mikið lof gagnrýnanda. Með Natalie Portman og Mila Kunis hefur kvikmyndin þénað um 329 milljónir dollara. Myndin hefur einning fengið flotta dóma, fékk átta af hverjum tíu stjörnum á IMDb og 85% af 100% á Rotten Tomatoes.

https://twitter.com/SteveReeves2112/status/1461420495941914627?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1461420495941914627%7Ctwgr%5E86753a454cdc651cbaa11c6f73181f99586ec32d%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.thethings.com%2Fmila-kunis-wasted-no-time-gaining-weight-back-after-black-swan%2F

Þetta hlutverk var gríðarstórt tækifæri fyrir Kunis á stóra tjaldinu, sérstaklega frá dramatísku sjónarhorni. Þegar hún var ráðin í hlutverkið var hún svo hrifin af þeirri hugmynd að vinna við hlið Darren Aronofsky, að hún spurði engra spurninga um hlutverk sitt í myndinni.

Undirbúningurinn var þó ekki auðveldur. Kunis þurfti að takast á við margar öfgafullar áskoranir, ein þeirra var að læra að dansa ballett á aðeins þremur mánuðum. Þrátt fyrir að hún hafi náð þokkalegum tökum á ballettnum í myndinni, viðurkenndi Kunis, að þetta hefði ekki verið auðvelt ferðalag. “Þetta var langt frá því að vera áreynslulaust líkamlega og andlega. Þetta var þriggja mánaða þjálfun. Ég var ekki ballettdansari. Það er bara hægt að þykjast eða leika ákveðið mikið líkamlega, þannig að þú verður að sökkva þér inn í þennan heim.” „Þetta var var þriggja mánaða þjálfun, sjö daga vikunnar, fjóra eða fimm tíma á dag, áður en tökur hófust, og svo í tökunum var þetta nokkurn veginn nákvæmlega það sama.

Að læra að dansa ballett var aðeins einn hluti ferðalagsins, þar sem Kunis var einnig beðinn um að léttast fyrir hlutverk.

Mila Kunis viðurkenndi að mataræðið fyrir tökurnar á Black Swan hefðu ekki verið hið dæmigerða holla lágkolvetnamataræði í Hollywood. Í ljósi þess að hún var beðin um að borða 1.200 hitaeiningar eða minna á dag þurfti Kunis að draga úr lönguninni til matar. Sem sagt, hún sneri sér að sígarettum. Hún sagði: “Ég þurfti að vera mjó til að líta út eins og ballerína. Svona gerir þú það, því miður. Ég hafi áður reykt og reykti mikið af sígarettum og gat því borðað takmarkað magn af kaloríum. Þetta var “1200 eða minna kaloría mataræði“ á dag… Og ég reykti. Ég mæli alls ekki með þessu.“

Kunis endaði á því að missa 20 kíló fyrir hlutverkið og það var augljóst á skjánum þegar hún var kynnt sem Odile. Þegar tökunum lauk hafði Míla hins vegar ekki í hyggju að halda í nýja útlitið sitt. Þannig eftir að tökunum var lokið, var kominn tími til að háma í sig skyndibita.

Kunis sagði að það hafi tekið hana fimm mánuði að missa 20 kíló og eins og alltaf, tók mjög fljótt að bæta þeim á sig það aftur.

“Það tók mig fimm mánuði að missa 20 kíló og það tók mig klukkustundir að bæta þeim á mig aftur. Það var ótrúlegt hversu hratt þetta gerðist allt. Eftir að tökum lauk og ég hafði lokið við síðasta dansinn hljóp ég heim um kvöldið og fékk mér stóra skál af makkarónum og osti. Ég var svo spenntur.”

Kunis viðurkenndi að þegar myndinni var lokið væri kominn tími til að leyfa sér. Þetta byrjaði allt á flugvellinum og síðar á fleiri skyndibitastöðum þegar heim var komið. Hún sagði: „Það fyrsta sem ég gerði var að fara og fá mér Panda Express á flugstöðinni, í Virgin America á JFK, og ég var svo spennt. Og svo lenti ég í L.A., settist í bílinn minn, keyrði til In- N-Out og fékk mér tvöfalt tvöfaldan hamborgara með rótarbjór og það var frábært. Það var það sem ég gerði. Þetta var svo gott.” Kunis hafði greinilega fengið nóg af hollum mat.

SHARE