Þessar smákökur eru æðislegar og koma frá Eldhússystrum. Uppskriftin er unnin upphaflega úr uppskrift sem er frá Sally’s Cookie Addiction

Mjúkseigar hafrasmákökur með súkkulaðibitum

180 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
240 gr smjör, mjúkt
225 gr púðursykur
100 gr sykur
2 egg, stór
2 tsk vanilludropar
270 gr hafrar
300 gr súkkulaðibitar

Blandið saman hveiti, matarsóda og salti í skál. Setjið til hliðar.

Hrærið saman smjör og sykur í hrærivél í ca. 2 – 3 mínútur. Bætið við eggjunum, einu í einu og hrærið vel á milli þar til allt er vel blandað.

Sjá einnig: Dumlekökur

Bætið þurrefnunum við smjörblönduna og hrærið á lágum hraða þar til allt er blandað. Bætið höfrunum og súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt er vel blandað. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í kæli í minnst 45 mínútur. Ef deigið er kælt í meira en 3 klst þarf að leyfa því að standa í 30 mín í stofuhita áður en það er formað í kökur.

Hitið ofninn í 180°c. Formið deigið í ca. 22 kúlur og setjið á ofnplötur. Passið að setja ekki of nálægt hvor annarri. Bakið í 14 – 15 mínútur, þar til kökurnar eru orðnar aðeins brúnar á köntunum. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur áður en þið takið af ofnplötunni.

SHARE