Munið þið eftir þessum pörum?

Ef þið munið eftir þessum pörum, þá eruð þið orðin gömul. Djók, en samt ekki. Ég man vel eftir þessum pörum en ég var áskrifandi að unglingaslúðurblöðum þegar ég var unglingur. Ég var svo mikið nörd svo það eina sem ég gerði var að taka plakatið úr miðjunni og hengja upp á vegg og ráða krossgátuna sem var í lokin á hverju blaði.

Gwyneth Paltrow og Brad Pitt

Eftir 2 ára sambandi bað Brad, Gwyneth að gifta sig en 6 mánuðum seinna hættu þau saman. Þrátt fyrir það, voru þau sjúklega hrifin af hvort öðru og voru einu sinni meira að segja með alveg eins klippingu.

Kate Moss og Johnny Depp

Þau voru saman í 4 ár. Samkvæmt heimildarmönnum hættu þau saman því Johnny var svo mislyndur

Britney Spears og Justin Timberlake

Þau byrjuðu saman árið 1998 þegar þau voru á tónleikaferðalagi saman. Þau hættu saman árið 2002 og í kjölfarið gaf Justin Timberlake út lagið Cry Me a River, en það var um Britney.

Sjá einnig: 13 pör í Hollywood sem hafa verið LENGI saman

Drew Barrymore og Luke Wilson

Drew og Luke fóru að vera saman eftir að þau léku í Home Fries árið 1997. Þau voru saman í 2 ár en hættu saman rétt áður en tökur á Charlie’s Angels hófust.

Tommy Lee og Pamela Anderson

Þau voru opinberlega gift í 3 ár. Jafnvel þó þau hafi verið eitt vinsælasta parið í LA var hjónaband þeirra fullt af hneykslum og þau voru alltaf að hætta saman og byrja saman aftur.

Whitney Houston og Bobby Brown

Whitney Houston hafnaði fyrsta bónorði Bobby því hún var ekki á þeim buxunum að fara að gifta sig á þeim tíma. Þau giftu sig árið 1992 og voru gift í 14 ár.

Bruce Willis og Demi Moore

Þau voru saman allan níunda áratuginn og eignuðust 3 börn áður en þau skildu árið 2000. Þau héldu áfram að vera vinir og Bruce kom meira að segja í brúðkaup Demi og Ashton Kutcher árið 2005.

Tom Cruise og Nicole Kidman

Samkvæmt Nicole Kidman varði hjónaband hennar og Tom, hana fyrir stærstu hneykslunum í Hollywood.

Sjá einnig: Kate Middleton sést nota vöru úr Zara

Courtney Love og Kurt Cobain

Samband þeirra var fullt af deilum, tengdum ólöglegum fíkniefnum, meira að segja á meðan Courtney var ófrísk. Kurt tók sitt eigið líf árið 1994 og þar með var sambandinu lokið.

Winona Ryder og Matt Damon

Í viðtali við Winona frá árinu 2009 sagði hún að þau Matt væru góðir vinir í dag. Hún sagði: „Matt gæti ekki verið betri og ljúfari. Ég er mjög heppin að eiga hann að sem vin.“

Matt Dillon og Cameron Diaz

Þetta samband hafði mikil áhrif á líf Matt. Hann sagði: „Það er stórkostlegt að eiga svona samband við einhvern. Cameron var gyðja í mínum augum, ég hafði aldrei átt svona djúpt tilfinningalegt samband við nokkurn mann.“

Ethan Hawke og Uma Thurman

Í viðtali sem var tekið við Uma sama ár og þau Ethan skildu, sagði hún að skilnaðurinn hefði verið mjög erfiður fyrir alla fjölskyldunni.

Hugh Grant og Elizabeth Hurley

Eftir 13 ára samband, sem hófst árið 1987, skildu þau árið 2000. Eftir skilnaðinn voru þau vinir áfram og tala reglulega saman.

Brooke Shields og Andre Agassi

Í ævisögu sinni sem kom út árið 2016 sagði Brooke Shields að Andre hefði verið mjög háður fíkniefnum. Hún sagði að hann hefði eyðilagt verðlaunagripi sína, fyrir tennis, þegar hann sá hana í daðursfullu atriði í Friends.

Sjá einnig: David Beckham fær sér húðflúr til heiðurs Victoriu

Alec Baldwin og Kim Basinger

Þegar þau voru saman, sannfærði Kim, Alec um að verða grænmetisæta. Hann borðar ekki kjöt, enn þann dag í dag.

Reese Witherspoon og Ryan Phillippe

Þau eignuðust 2 börn saman, árið 1999 og 2003, en skildu svo árið 2006. Þau hafa bæði látið hafa það eftir sér að þau hafi skilið af því þau voru alltof ung þegar þau giftu sig.

Liv Tyler og  Joaquin Phoenix

Þau hættu saman árið 1998 en eru ennþá mjög góðir vinir. Í viðtali við Liv, í Elle, sagði Liv að hún liti enn á Joaquin sem fjölskyldumeðlim.

Ted Danson og Whoopi Goldberg

Þau byrjuðu saman um það leyti sem þau léku bæði í Made in America. Þau hættu saman tveimur árum seinna.

Marilyn Manson og Rose McGowan

Þau byrjuðu saman árið 1999 en sambandið entist ekki nema í tvö ár

Michael Keaton og Courteney Cox

Rétt eftir að sambandinu lauk sagði Courtney í viðtali við People: „Þetta var mikilvægasta samband sem ég hef verið í og mér finnst hann æðislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Við elskum hvort annað ennþá.“

Claudia Schiffer og David Copperfield

Claudia var mjög oft gestur á galdrasýningum David á meðan þau voru saman.

Cindy Crawford og Richard Gere

Cindy Crawford hefur látið hafa eftir sér að þau hafi hætt saman því það hefðu verið 17 ár á milli þeirra.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here