Nýr penni á Hún.is – Á glæsilega snyrtivöruverslun í Smáralind

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir ætlar að fara að skrifa reglulegar greinar hjá Hún.is en hún er lærður snyrtifræðingur og viðskiptafræðingur.

„Ég lærði snyrtifræði í Cidesco í Danmörku og tók svo sveinsprófið hérna á Íslandi,“ segir Rakel en hún er fædd og uppalin í Garðabæ.

„Ég var alltaf með mjög slæma húð þegar ég var yngri og var alltaf að prufa mig áfram með allskonar vörur og meðferðir, margar misgóðar en þaðan kemur þessi áhugi á snyrtifræðinni og umhirðu húðar. Einnig byrjaði ég fljótt að farða allar vinkonur mínar fyrir hin ýmsu böll og partý og var ég oftast inni á klósetti öll fyrirpartý að gera vinkonurnar sætari,“ segir Rakel okkur.

Árið 2021 ákvað Rakel að opna snyrtivöruverslun en hún segir að henni hafi fundist leiðinlegt hvað þær voru orðnar fáar eftir á markaðnum. „Mér fannst mikilvægt að opna stað þar sem hægt væri að koma og fá faglega og góða þjónustu. Að hugsa um húðina okkar er alveg einstaklega mikilvægt enda stærsta líffærið okkar og í dag eru til alveg ótrúlega mikið af frábærum lausnum sem gera húðina okkar heilbrigðari.“

 Verslunin er í Smáralind sem ber nafnið Elira. Þangað getur getur þú farið og fengið ráðgjöf frá fagaðila, farið til þeirra í förðun, litun og plokkun eða sótt námskeið í förðun.

„Einnig bjóðum við upp á geggjuð klúbbakvöld þar sem þú getur hóað vinkonur þínar saman og átt notalega kvöldstund með freyðandi veigum í versluninni,“ segir Rakel.

Í tilefni af því að Rakel ætlar að byrja að skrifa hjá okkur skemmtilega pistla um húð og förðunarvörur bjóðum við öllum lesendum upp á 20% afslátt í vefverslun Eliru með kóðanum Hun20 fram á sunnudag ❤

SHARE