O you terror: Bráðfyndinn óður til svefnvana foreldra

Örmagna, svefnvana og úrræðalitlir foreldrar ættu aldrei að leggja hendur í skaut og láta neikvæðni ná yfirhöndinni. Þvert á móti ættu foreldrar ungra barna, gatslitnir eftir átök dagsins, að reyna eftir fremsta megni að hressa upp á húmorinn eftir fremsta megni og halda þannig sönsum gegnum óvitaskeiðið.

Myndbandið hér að neðan er ekki með öllu nýtt af nálinni, en er þó klassíkur óður og í háfleygari kantinum. Hér má nefnilega sjá Fílharmóníukór Sydney flytja verkið O you terror sem kórinn helgar öllum þeim foreldrum sem eru teknir að efast um eigin hæfni til að skila uppeldinu áfallalaust af sér.

Upphafið má rekja til samkeppni sem Sinfóníusveit Sydney efndi til á Facebook síðu sinni þar sem skorað var á aðdáendur að endurrita upphafserindi Carmina Burana, en vinningshafinn myndi að launum fá að hlýða á endurritað verkið í flutningi Fílharmóníukórsins.

Það var Ástralíubúinn Mathew Hodge sem fór með sigur úr býtum, en þó samkeppnin hafi farið fram í fyrra og úrslitin löngu ljós er sumt einfaldlega þess eðlis að tíminn virðist styrkja fremur en hitt:

Svefnleysi hefur mikil áhrif á líkamsstarfsemina

Skilaboð til foreldra ungra barna – „Ég ætla að segja það sem allir vilja segja, upphátt!“

Foreldrar endurgera frægar kvikmyndasenur með ungabarninu sínu – Myndir

SHARE