Ofbeldi lýsir sér svona

Ertu í ofbeldissambandi?

Oft er því þannig farið að konur átta sig ekki á því að þær eru í sambandi þar sem makinn beitir þær ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu.

Sterkustu konur, með mjög góða sjálfsvirðingu, lenda í þessum samböndum rétt eins og þær brotnu.

Það er mikilvægt að þekkja hvernig ofbeldismenn hegða sér. Það er ákveðin uppskrift sem þeir virðast hafa þróað með sér og sumir hverjir fara svona í gegnum mörg sambönd og brjóta niður konu eftir konu.

Sjá meira: Í sambúð með ofbeldismanni og alka

á heimasíðu Kvennaathvarfsins er að finna mjög lýsandi skýringarmynd á þessu.

Eitt af því sem er þekkt er að konur í ofbeldissamböndum segja oft ekki frá vegna þess að þær finna fyrir skömm og jafnvel vegna þess að þær átta sig ekki á að þetta sé ofbeldi.

Einkenni eins og að fjarlægjast vini og fjölskyldu er eitthvað sem vinir og fjölskylda geta veitt eftirtekt og verið jafnvel í meiri samskiptum.

Læt fylgja hér slóð á heimasíðu kvenna athvarfsins þar sem kemur fram skilgreining á ofbeldi.

Skilgreiningar á heimilisofbeldi

Ég hvet alla til að vera á varðbergi og deila þessum pistli svo konur geti verið upplýstar um ofbeldismenn.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here