Nýleg Instagram mynd af ofurfyrirsætunni Alessandra Ambrosio hefur vakið mikla athygli fyrir það að verið er að brenna hárið hennar með kerti. Þó það líti út fyrir að það sé verið að brenna á henni hárið sem fæstum þætti skemmtilegt þá er í raun verið að klippa á henni hárið með því að brenna það að Brasilískum sið.

Sjá einnig: Kona með blóm í skegginu – Brúðarmyndir

Þessi aðferð var fundin upp í landinu um árið 1970 og kallast Velaterapia og á að opna hársekkina til að hjálpa þeim við að varðveita næringu.

Í nýlegu viðtali við hárgreiðslukonu á stofunni Maria Bonita Salon við tímaritið Marie Claire sagði hárgreiðslukonan þetta:

Þetta skilar betri árangri en venjuleg klipping þegar viðskiptavinurinn vill halda hárlengdinni en losna við slitna enda. Með hárið snúið þá brennast bara slitnu endarnir svo hárlengdin helst alveg.

Það er þó mælt með að fólk geri þetta alls ekki heima hjá sér og einungis hjá lærðum aðila því þetta gæti farið mjög illa.

Sjá einnig: Heidi Klum geymdi hár barna sinna í plastpoka – Gerði listaverk úr hárinu!

 

screen_shot_2015-07-06_at_3.50.18_pm

SHARE