Heidi Klum gat ekki hugsað sér að henda hári barna sinna þegar það var klippt í fyrsta sinn. Hún setti lokka sona sinna í plastpoka og geymdi þá þar.

Heidi viðurkennir að hún hafi þá áráttu að vilja geyma allt, en í byrjun var hún ekki viss hvað hún myndi gera við hárið. Seinna ákvað hún að það væri tilvalið að nota hár sona sinna í list. Heidi segir:

“Synir mínir voru báðir með afró. Mér fannst hárið þeirra svo fallegt að ég vildi geyma það. Á endanum ákvað ég að gera listaverk úr hárinu. Þegar drengirnir mínir teiknuðu andlitið á sér á blað, límdi ég hárið þeirra við andlitið, þá voru þetta orðnar myndir af þeim, með hárið sitt og allt!”

Heidi á fjögur börn, Leni sem er níu ára, Henry sjö ára, Johan sex ára og Lou, þriggja ára.

SHARE