Örsmátt heimili inni í skógi – Svakalega notalegt!

Ó hvað þetta lítur dásamlega út. Þetta hús er aðeins 30 fermetrar en þvílíka paradísin. Hver fermeter er vel nýttur án þess að það sé troðið.

Kamína er í húsinu og svefnloftið er svakalega notalegt. Þú getur gengið um skóginn og virt fyrir þér náttúruna og gefið öndunum. Á svæðinu eru lítið trjáhús og „zip line“. 

Ég myndi ekki hafa neitt á móti því að fara í þetta hús í svona mánuð. Gera bara ekki neitt. Ekkert net og taka með mér stafla af bókum.

Sjá einnig: Gömlu vöruhúsi breytt í nútímalegt heimili

Sjáið fleiri myndir hér fyrir neðan.

SHARE