Óttast að Britney sé að deyja vegna fíkniefnanotkunar

Fjölskylda Britney Spears hefur áhyggjur af því að Britney sé að feta sama veg og Amy Winehouse gerði og muni á endanum deyja.

Fyrrverandi eiginmaður Britney, Kevin Federline, og pabbi Britney, Jamie, segja í nýju viðtali að þeir hafi miklar áhyggjur af því að söngkonan sé að nota fíkniefni og muni drepa sig á því. „Ég hef áhyggjur af því að hún sé að Metamfetamíni. Ég hef beðið fyrir því að einhver muni afhjúpa neysluna hennar svo það opni kannski augu hennar. Þetta hræðir mig. Hún er móðir drengjanna minna,“ sagði Kevin.

“Britney gæti dáið eins og Amy Winehouse,“ segir Jamie og vísar til þess þegar Amy lést vegna áfengiseitrunar aðeins 27 ára, eftir áralanga notkun á fíkniefnum. Kevin talar um að hann vilji ekki lenda í því að fá símtal einn daginn um að Britney sé dáin frá drengjunum.

Britney hefur ekki komið með nein viðbrögð vegna viðtalsins sem birtist í gær á Daily Mail.

SHARE