Óviðeigandi athugasemd Kourtney um nýfætt barn Khloe vekur hneykslan

Kourtney Kardashian gerði aðdáendur sína nokkuð pirraða eftir að hún kom með virkilega óviðeigandi athugasemd um nýfætt barn systur sinnar, Khloé. Khloé (38) eignaðist sitt fyrsta barn með NBA-stjörnunni Tristan Thompson (31) með staðgöngumæðrun í júlí. Hann er annað barn þeirra hjóna á eftir dóttur þeirra True sem er 4 ára. Khloe og Tristan höfðu þá þegar skilið því það komi í ljós að Tristan átti von á barni með annarri konu líka.

Þegar Kourtney hélt á litla barninu hennar Khloe, kom hún með agalega óviðeigandi beiðni varðandi nýjustu viðbót fjölskyldunnar. Kourtney á þrjú börn sjálf og er stjúpmamma þriggja barna eiginmanns síns Travis Barker, en sá yngsti af þeim sex er sjö ára sonur hennar Reign. Hins vegar er ljóst að hún saknar þess að hafa eitt lítið til að sinna.

Kourtney sagði: „Þegar þau opna munninn og bara hvernig lítil börn lykta. Ég vildi að ég gæti haft hann á brjósti.“ Khloé svaraði hneyksluð: „Ó, guð minn, Kourt, við skulum róa okkur.“

Áhorfendur voru mjög hissa á þessum ummælum en einn skrifaði: „Ekki er Kourt að reyna að gefa syni Khloe á brjóst!?“ Á meðan annar aðdáandi sagði: „Mér skilst að hana langi mikið í börn en er þetta með brjóstagjöfina ekki aðeins of mikið?“ Annar notandi sagði: „Já, mér fannst þetta vera óviðeigandi! Sá þriðji stóð þó með Kourtney og sagði á TikTok: „Ég held að hún elski bara börn í alvörunni.“


Sjá einnig:

SHARE