Kim Kardashian svarar fyrir sig eftir einkaþotudrama

Kim Kardashian varð fyrir mikilli gagnrýni og úthrópuð “loftslagsglæpamaður”fyrr á þessu ári, en raunveruleikastjarnan skýrði nýlega frá því að hún væri mikill umhverfissinni og þætti afar vænt um umhverfið.

Í viðtali við tímaritið Interview opnaði hún sig um afstöðu sína til umhverfisverndar: „Ég trúi á loftslagsbreytingar og ég trúi því að allt geti hjálpað”

Instagram will load in the frontend.

Kim hélt áfram: „En ég trúi líka á að það skiptir máli að vera raunsær, það er svo margt sem maður hefur áhyggjur af á þessari plánetu og það getur verið skelfilegt að lifa með svo miklum kvíða”.

Þrátt fyrir að Kim (og fjölskylda hennar) hafi sætt mikillar umhverfisgagnrýni, neitaði hún að fjalla beint um gagnrýnina. Hún skýrði heldur ekki hvaða skref hún tekur, ef einhver, til að minnka kolefnisfótspor sitt.

Kim sagði að hún teldi að fólk ætti að gera það sem virkar fyrir það til að bjarga umhverfinu. „Ég á frábæra vini sem taka þátt í loftslagsbreytingum og ég elska að læra af þeim. Ég geri það sem ég get en þú verður að velja hvað virkar fyrir þig í lífinu,“ útskýrði fjögurra barna móðirin.

Instagram will load in the frontend.

Í júlí var Kim nefnd í skýrslu markaðsfyrirtækisins Yard sem ein af verstu koltvísýringslosunar fræga fólksins vegna einkaþotunotkunar hennar. „Það sem af er þessu ári hefur þota Kim losað 4268,5 tonn af kolefnislosun í 57 flugferðum: 609,8 sinnum meira en meðalmaður losar á ári,“ segir í skýrslunni. „Þota Kims flýgur að meðaltali 85,49 mínútur og meðalferðarlengd 99,78 mílur”.

Kim var reyndar ekki versti “brotamaðurinn” á listanum. Taylor Swift komst í fyrsta sæti með 170 ferðum frá áramótum á einkaþotu sinni (samtals 22.000 mínútur í loftinu). Kylie Jenner, yngri systir Kim, hefur einnig verið gagnrýnd vegna óhóflegrar þotunotkunar.

SHARE