„Pabbi minn lýgur að mér; ég elska hann samt”

Ást foreldris á litlu barni getur flutt fjöll úr vegi; rutt björgum og öðrum hindrunum til hliðar og glatt sjálfa sólina. Þó erfiðisstundirnar séu ófáar og erfitt sé að ala barn upp án nokkurrar aðstoðar, jafnvel við bág kjör og litla aura – þá jafnast ekkert á við þá gleðistund þegar fölskvalaust bros færist yfir þakklátt barnsandlit.

Þessi sláandi og gullfallega auglýsing er sterk áminning um eðli foreldrahlutverksins, hvers virði allar þær fórnir sem foreldrar færa fyrir börn sín eru í raun og hversu mikilvægt það er að halda dauðahaldi í litlu augnablikin í lífinu; þessi fallegu sem gæða allt raunverulegum tilgangi:

http://youtu.be/3bdm4NBYxII

Tengdar greinar:

Fallegt: Tekur myndir af börnum nokkrum sekúndum eftir að þau koma í heiminn

Faðir fær ósk sína uppfyllta og leiðir dætur sínar upp að altarinu áður en hann deyr – Þetta verður þú að sjá!

Ekkja minnist eiginmanns síns á einstakan hátt – Hengir brúðkaupsföt þeirra upp til minningar um ástina

SHARE