Páll Óskar leikstýrir stuttmynd sem skýrir mörk kynlífs og ofbeldis – Myndband

Fáðu já! er 20 mínútna löng stuttmynd, ætluð unglingum. Í myndinni er leitast við að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta
sjálfsvirðingu og jákvæðni í nánum samskiptum. Kynlíf ætti að vera jákvæð og skemmtileg reynsla fyrir þá sem það stunda, þegar hver og einn er tilbúinn til.

Leikstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson. Handrit myndarinnar og hugmyndafræði er úr smiðju Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Framleiðandi er Zetafilm.

Fáðu já! er styrkt af mennta- og menningamálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti í vitundarvakningu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum. Hún verður sýnd samtímis í öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi miðvikudaginn 30. janúar nk. Allir geta séð myndina í fullri lengd í háskerpu á heimasíðunni www.faduja.is, sem opnar sama dag. Þar verður einnig hægt að nálgast myndina textaða á ensku, pólsku, spænsku, dönsku, filippeysku, tælensku og íslensku fyrir heyrnardaufa.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”TTfTPhnRjcw”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here