Pastel og glimmer neglur – Afsláttur fyrir lesendur

Karitas Ósk Ahmed Þorsteinsdóttir fagnaði 33 ára afmæli sínu á Sushi Social nú á dögunum með pompi og prakt. Litaþemað í afmælinu var úr nýju vorlínunni frá NEONAIL og var allsráðandi í partýinu.


„Ég elska þegar nýjar vörur og þá sérstaklega nýjar litalínur í gellökkum koma inn. Fjölbreytnin gerir starfið svo skemmtilegt,“ segir Karitas.

Allir litir frá JAMAL.IS hafa skemmtileg nöfn eins og úr nýju línunni „Welcoming Type”, „Dream A Little Dream“ og „FABULOUS MOMENT” ásamt fleirum skemmtilegum nöfnum.

„Það getur verið erfitt að halda í sér og segja ekki frá hvaða litir eru að koma næst. En núna voru að koma 12 nýir litir og úrvalið orðið ansi fjölbreytt og skemmtilegt en við seljum yfir 500+ liti. Einnig er hægt að blanda litum saman.“

„Litirnir sem verða mest áberandi í vor eru pastel og glimmer. Við erum flest orðin þreytt á þessum þunga vetri og tilbúin að sjá vorið koma. Það sem er ennþá skemmtilegra er að það eru glimmer í ár!“ segir Karitas.

Við elskum auðvitað flestar smá glimmer og maður fær alveg nettan valkvíða við að skoða úrvalið inni á síðunni en það eru, hvorki meira né minna en 72 glimmer litir í boði inni á Jamal.is.

„Ég elska pastel og glimmer. Eftir að ég komst yfir unglingagelgjuna þá fór ég aftur að kunna meta glimmer” segir Karitas og hlær.

Nú er hægt að nálgast vorlínuna inná vefverslunina okkar, ásamt því verður Jamal.is með 15% afslátt með kóðanum: hun en tilboðið gildir til 11. apríl næstkomandi.

SHARE