Pestó- og ostasnúðar

Þessi uppskrift er mjög gómsæt og kemur frá Eldhússystrum.

Pestó- og ostasnúðar 

U.þ.b. 16 snúðar 

25 gr ferskt ger/ 6 gr þurrger 
2,5 dl mjólk, ylvolg 
1 tsk salt 
25 gr smjör, við stofuhita 
6 – 7 dl hveiti 

Fylling 

100 – 125 gr pesto 
Ca. 200 gr rifinn ostur 

Til skrauts 

Egg, slegið í sundur 
25 gr furuhnetur 

Aðferð 

Myljið ferska gerið í mjólkina og blandið vel saman (eða blandið þurrgerinu beint út í hveitið). Blandið mjólkinni út í hveitið ásamt smjörinu og saltinu. Hnoðið vel saman. Látið deigið hefa sig undir viskastykki í ca. 30 – 45 mínútur eða þar til deigið hefur tvöfaldast. 

Fletjið deigið út í ferhyrning, ca. ¾ – 1 cm þykkan (eins og þegar maður gerir snúða). Smyrjið pestóinu á deigið og stráið ostinum yfir. Rúllið deiginu upp og skerið svo í sneiðar, ca. 2 cm þykkar. 

Raðið snúðunum á ofnplötu með bökunarpappír, penslið egginu á snúðana og stráið furuhnetunum yfir. Látið hefast í ca. 30 mínútur og stillið ofninn á 200°c. 

Bakið snúðana í 7 – 9 mínútur eða þar til gullinbrúnir. 


Sjá einnig:

SHARE