Stjarna er fædd! Hin ellefu ára gamla Sophia Grace Brownlee (fædd þann 18 apríl 2003) og frænka hennar Rosie McClelland (fædd þann 7 september 2006) eru ekki háar í loftinu – en þær hafa slegið svo rækilega í gegn á YouTube að Sophia Grace hefur þegar hlotið áheyrn Vogue, birst í Ellen DeGeneres Show og hefur gefið út frumsamda tónlist.

Allt hófst ævintýrið á myndbandi sem móðir Sophia tók upp á farsímann og deildi á YouTube, en þar má sjá þær stöllur taka Super Bass með Nicki Minaj með ótrúlegum tilþrifum – en myndbandið sem sjá má hér að neðan hefur verið skoðað af ríflega 47 milljónum netverja þegar þetta er ritað:

Sophia landaði sérstöku innskoti hjá Ellen og bauð þannig þekktum poppstjörnum upp á te. Seríuna sjálfa má skoða hér – en nú hefur stúlkan, sem heldur úti aðdáendasíðum á Facebook, Twitter, Instagram og má einnig finna á iTunes, gefið út nýjan smell sem þegar hefur fengið yfir 8 milljón flettingar á YouTube

Hnyttinn poppsmellinn má hlýða á hér – og ekki fer á milli mála að ný kynslóð er risin – poppstjarna er fædd:

Tengdar greinar:

Ofursvalt: Er þetta skrýtnasti faðir heims? – Myndband

Selena grætur í nýju lagi: Beitt ofbeldi af Bieber?

Svona urðu Taylor Swift og Lorde bestu vinkonur

SHARE