Rabarbarasprengja

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni.

Í þennan eftirrétt getur þú notað kex í staðinn fyrir marens, notað makkarónur, hunangsristaðar hnetur eða hvað annað stökkt og sætt sem þér dettur í hug.

Uppskriftin er fyrir 4-6, fer bara eftir hvaða skálar eða glös þú notar.

Rabarbarasprengja

Rabarbarasósa

  • 300gr rabarbari
  • 7 msk vatn
  • 1/2 vanillustöng
  • 5 msk hrásykur
  • Marens
  • 200gr sykur
  • 4 eggjahvítur
  • smá salt
  • 250 ml rjómi

Undirbúningur: 15 mínútur

Baksturstími: 1 klst

Samsetning: 5 mínútur

Skerðu rabarbarann í frekar stóra bita og settu í pott ásamt vatni, sykri og vanillustönginni. Skerðu vanillustöngina eftir endilöngu og skafðu úr henni fræin ofan í pottinn svo ekkert af bragðinu fari til spillis.

Láttu malla við vægan hita á meðan þú þeytir í marensinn.

Hitaðu ofninn í 140°C.

Settu eggjahvíturnar og smá hnífsodd af salti í skál og þeyttu þar til mjúkir toppar fara að myndast. Taktu þá helminginn af sykrinum og settu út í og þeyttu á góðum hraða þar til marensinn verður glansandi, bættu þá restinni af sykrinum út í og þeytti örstutt. Nú ættirðu að vera með stífan og góðan marens. Passaðu þig að þeyta ekki of lengi, þá verður marensinn grófur og vondur. Ef þú vilt extra mjúkan marens þá geturðu hitað sykurinn örlítið inni í ofni á bökunarpappír áður en þú bætir honum út í eggjahvíturnar.

Settu með skeið á bökunarpappír og bakaðu í 140°C heitum ofni í 60 mínútur. Það er allt í lagi þó að kökurnar verði undarlegar í laginu, þú ætlar að mölva þær og mylja út í rjómann á eftir.

Slökktu nú undir rabarbaranum, hann ætti að vera orðinn mjúkur. Sigtaðu saftina frá í sér skál. Kældu bæði saft og mauk.

 

Þegar kemur að samsetningu þá þeytirðu rjómann, brýtur marensinn út í í stórum bitum. Leggur svo í lög í glös eða skálar með rabarbaramaukinu og hellir saftinni yfir.

Alveg meiriháttar ferskt og frábært!

Endilega smellið einu like-i á

 
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here