Rær í kringum Ísland í sumar – Aðeins einn Íslendingur farið hringinn

Guðni Páll Viktorsson er 25 ára Vestfirðingur búsettur í Reykjavík sem hefur sett sér það markmið að róa í kringum Ísland á kajak sumarið 2013. Guðni ætlar með þessu verkefni ætlar Guðni Páll að styðja Samhjálp og hefur það verkefni fengið nafnið „Lífróður Samhjálpar“.

Áætlað er að verkefnið taki 6-8 vikur og er áætluð vegalengd 2.500 km. Guðni Páll leggur upp frá Höfn þann 1.maí nk.

Á meðan róðrinum stendur mun Guðni halda úti heimasíðu þar sem hægt verður að sjá  blogg og videofærslur reglulega ásamt því að fjölmiðlar munu fylgjast með honum. Sendibifreið mun fylgja Guðna Páli eftir og kynna ferðina á 4-5 stöðum á landinu. Þar mun Guðni Páll  mæta og sýna búnaðinn, segja frá ferðinni og svara spurningum.  Ferðin verður tekin upp á tvær GoPro vélar og stefnt er að því að gera heimildarmynd að ferðinni lokinni og viðræður eru í gangi við RÚV að sýna myndina í haust.
Eins og áður segir verður róðurinn  til styrktar Samhjálpar og mun verkefnið heita Lífróður Samhjálpar.

Markmið Samhjálpar er að veita bjargir til þeirra einstaklinga sem halloka hafa farið í lífinu, vegna sjúkdóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála og með því stuðla að velferð og sjálfsbjörg þeirra. Ekki er gerður mannamunur hjá Samhjálp og sama er hvaðan af landinu einstaklingarnir koma.

Guðni Páll hefur stundað Kajakróður í nokkur ár og stundar sportið af mikilli elju og æfir mikið hann hefur náð góðum tökum á kajakróðri. Hann hefur  starfað sem yfirkennari barnanámskeiða, byrjendanámskeiða og á veltunámskeiðum um nokkurt skeið. Síðasta sumar starfaði Guðni Páll sem Kajak leiðsögumaður hjá fyrirtæki sem hann og 3 aðrir stofnuðum fyrir um ári síðan, Kajak Center Iceland, þar hefur hann einnig verið yfirkennari á siglingar og kajaknámskeiðum sem hafa verið haldin fyrir börn á Ísafirði. Guðni Páll hefur verið róðrarstjóri í mörgum stórum ferðum á vegum Kayak klúbbsins á höfuðborgarsvæðinu og séð um skipulagningu og öryggisþætti. Vorið 2012 tók Guðni Páll 4 star Leader B.c.u. í Wales. Það eru réttindi til þess að vera leiðsögumaður á sjó og í ám og eru þau með þeim virtustu í heimi í þessu sporti.
Síðustu 2 ár hefur Guðni Páll verið að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir þennan erfiða leiðangur og reiknað er með að leiðangurinn taki um 6-8 vikur og mun hann verða yngsti Íslendingurinn til að takast á við þetta skemmtilega ævintýri en sá yngsti er Bandaríkjamaður og verður því skemmtilegt að ná titlinum heim til Íslands.  Aðeins einn Íslendingur hefur náð að róa kringum Ísland til þessa.

Lífróður á Facebook, YouTube og heimasíða þeirra

Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here