Raka á sér andlitið til að vera unglegri

Japanskar konur eru þekktar fyrir alveg einstaklega fallega húð og það má að mestu þakka góðum genum og heilsusamlegu mataræði. Það er reyndar eitt annað sem margar konur gera í Japan og það er raka á sér andlitið og er þetta orðið eitt það heitasta þar í landi nú um þessar mundir. Snyrtistofurnar byrjuðu að veita þessa þjónustu og nú virðast margir hafa þá trú að þessi andlitsrakstur sé ástæðan fyrir unglegu húð kvenna í Japan.

women-shaving-japan2

Á meðan karlmenn raka á sér andlitið þar sem skeggvöxtur er, þá fara konur skrefinu lengra og raka allt andlitið á sér, nema auðvitað augabrúnirnar. Það á að gera það að verkum að húðin verður silkislétt og þær fá þessa postulínsáferð. Þessi meðferð er orðin svo vinsæl að flestar snyrtistofur eru farnar að bjóða upp á þessa þjónustu með annarri þjónustu.

Sumar konur fara í svona meðferð 4 sinnum ári, aðrar einu sinni í mánuði og svo eru þær sem gera þetta bara sjálfar heima hjá sér, daglega. Margar raka allan líkama sinn og sumar ganga það langt að þær raka af sér augbrúnirnar því þeim finnst hárin eyðileggja heildaráferðina á andlitinu. 

Sérfræðingar í snyrtifræðum í Japan segja að þessi aðferð hafi verið notuð árum saman og þeir eru sannfærðir um að þetta virki mjög vel og sjáist það best á því að karlar virðast eldast hægar í framan því þeir séu alltaf að raka sig. Rakfroðan mýkir andlitið og raksturinn sjálfur virkar eins og nudd, auk þess sem það fjarlægi dauðar húðfrumur. Þetta er einstaklega hentugt fyrir þær konur sem hafa fengið óæskilegan hárvöxt í andlitið við breytingaskeið. Sérfræðingarnir segja líka að konur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að verða með grófa skeggrót í andlitinu eftir svona meðferð því þær séu með mun mýkri hár. „Við segjum öllum okkar viðskiptavinum að þetta sé best geymda leyndarmálið meðal kvenna í Hollywood,“ segir Mamika Ozaki, sem er eigandi snyrtistofu í Japan og heldur áfram: „Marilyn Monroe og Liz Taylor gerðu þetta reglulega.“

 

 

Tengdar greinar:

„Venjuleg Barbie“ með slitför, bólur og appelsínuhúð á markað

Hvað ef stjörnurnar hefðu verið með húðflúr?

Sífellt fleiri konur fá sér húðflúr eftir brjóstnám

SHARE